Ekki líst mér á þetta...

Verð að segja fyrir mitt leiti að rafmagnsbíll verður aldrei raunhæfur kostur á móti bensín eða díselbílum í dag nema þá helst sem snattarar. Ástæðan er einfaldlega sú að það tekur alltof langan tíma að hlaða þá eftir að hleðslan er farin að slappast og jafnvel búin og því ekki hægt að nota sem ferða bíla. T.d. ef maður ætlar frá Reykjavík til Akureyrar á Rafmagnsbíl, þessi leið eru tæpir 400 kílómetrar og þarf því tvær til þrjár fullar hleðslur á langdrægasta rafmagnsbíl sem er í boði í dag, það tekur að mig minnir 4 ö 6 klukkustundir að hlaða geymanna í hvert skipti, fæ ég því ekki séð annað en að það myndir taka 2 - 3 daga að komast á áfangastað.

Svo má nú ekki gleyma því að rafgeymar sem notaðir eru í rafmagnbíla eru ALLT annað en umhverfisvæn, þar eru þungamálmar á ferð.

Raunhæfasti og gáfulegasti kosturinn í eldsneytisvanda heimsins er að búa til eldsneyti sem hægt er að nota á þau farar sem þegar eru til í heiminum án þess að þurfa að gera miklar og dýrar breytingar, þetta þá í ljósi þess að óhugnanlega miklum verðmætum verður hent fyrir bí. Þar erum við að ræða um ALLANN ökutækjaflota flugflota og skipaflota heimsins.

Það er alla veganna nokkuð ljóst að það er mikið um að hugsa í þessu samhengi. En klárlega þar eitthvað að gera, það er ekki spurning.

En svo er aftur á móti spurning hvort að ekki sé á einhvern hátt hægt að sporna við þessari spá kaupmennsku sem er í kringum olíuna sem er í raun AÐALvaldur þessara gífurlega miklu hækkana.

Spurning um að fólk hysji upp um sig og hætti þessu nöldri um hækkanir á eldsneyti og flestu öðru í heiminum og reyni eitthvað að gera í þessu, með t.d. mótmælum. Þá er ég líka að tala um allt fólk í heiminum. Því þetta er heimshagsmunamál en ekki bara landlægt. OG ALLS ekki bara tengt vörubílabransanum eins og margt fólk virðist vera svo vitlaust að halda.

En það má margt segja og ég kominn heldur langt út fyrir efnið, en vonandi opnar huga fólks og fær það aðeins til að pæla meira í þessum málum.

Munum eftir mótorhjólafólki í umferðinni Wink

 


mbl.is Toyota boðar bíl sem stinga má í samband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband