Þetta er akkúrat það sem mun drepa Íslensku þjóðina, þessar endalausu neikvæðu fréttir. Eru fjölmiðlar virkilega svona illa upplýstir að vita ekki ennþá að þær fréttir sem frá þeim berast hafa svo mikil áhrif og séu þessar fréttir endalaust neikvæðar að þá mun það skila sér útí efnahagslífið. Allt mun ske hraðar og jafnvel það hratt að ekkert er hægt að gera.
Svo að heyra þessa sprenglærðu spekúlanta frá Háskóla Íslands, dósenta, prófessora og hvað það nú heitir allt saman endalaust segja að þetta sé allt að fara til helvítis. Eru þessir menn virkilega það heimskir að þeir skilja ekki hvaða afleiðingar svona blaður hefur útí samfélagið? Íslenskir fjölmiðlar og það fræðifólk sem stendur hvað mest í þessu neikvæða kjaftæði sem endalaust herjar á þjóðinni eiga stórann þátt í því ef svo allt fer á versta veg.
Það er kominn tími til að þessir fjölmiðlar sem eru sterkasta röddin í samfélaginu fari aðeins að skoða sinn gang og fylgist svolítið með því hvernig frétt frá þeim geta lamað allt þjóðfélagið.
Þetta er ekki allt dauði og djöfull, vissulega eru dökkir tímar þessa stundina, en hvernig getur maður ætlast til þess að eitthvað skáni þegar allir eru svartsýnir. Tekið skal fram að ég er einn af þeim sem eru með lán sem fara síhækkandi og er því í sömu stöðu og mjög margir íslendingar í dag.
Það þurfa allir að breyta hugarfarinu, því heimurinn lokar á okkur ef þeir fá ekkert nema neikvæðar fréttir. Þetta er í raun svona einfalt.
Veislan búin á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | 5.10.2008 | 11:24 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér - verðum að tala varlega. það er hægt að tala allt niður hversu gott það er. það er bjart framundan - miklir möguleikar.
Pálmi Hamilton Lord, 5.10.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.