Jæja, það hlaut að koma að því að maður myndi koma upp síðu þar sem maður dritar niður ýmsum pælingum sínum. En þetta mun vera svona í rólegri kantinum til að byrja með.
Er í sumarfríi eins og er og nýkominn með mótorhjól í hendurnar og stefni á að nota það sem mest núna í sumar. En það er fátt leiðinlegt við það að aka um á Harley Davidson með alvöru hljóði, þó svo að það geti verið erfitt að "læðast" heim seint að nóttu án þess að vekja stærri hluta efra Breiðholtsins..hehe
Stefni á það að reyna að ferðast eitthvað á því í sumar hérna eða eins oft og veður leyfir, því það er jú þannig að það er ódýrara að keyra hjólið heldur en að vera á bílnum, þó svo að hjólið eyði hlutfallslega meira en bíll miðað við þyngd. En það verður gaman að sjá hvernig reynist að ferðast á því. En stefnan er að skella sér á Akureyri á Föstudaginn, kíkja á bíladaga á Akureyri, óráðið hvernig helgin verður samt.
Látum þetta gott heita sem fyrstu færslu ;)
Hafið það gott og lifið heil, munum eftir hjólafólkinu í umferðinni...
Bílar og akstur | 11.6.2008 | 05:10 (breytt kl. 12:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)