Vekur upp bernskuminningar ;-)

Það verður nú að segjast eins og er að þetta er einhver versti viðbjóður sem ég hef kynnst í gegnum ævina. Mér er mjög minnistætt en þann dag í dag þegar pabbi ákvað að prófa surströmming svona í ljósi þess að þetta væri eitthvað sérsænskt..en fjölskyldan var þá ný flutt til Svíþjóðar. Ég var 7 ára gamall þegar pabbi kom heim með eina svona dollu og lagði dósaopnarann að dollunni...og um leið og hann stakk gat í dolluna sprakk hún og sprautaðist úr henni um allt eldhúsið...sem betur fer var nú hurðin úr eldhúsinu og útí garð opinn því dósin fékk að fljúga þar út á ljóshraða...lyktin var svo ógeðsleg að þetta er eitthvað það alversta sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við á 38 ára ævi minni og hef ég komist í tæri við ýmsan viðbjóð bæði eitrað og saklaust...

Þegar pabbi ákvað að prófa þetta eftir að hafa heyrt talað um þennan óþverra að þá láðist að segja honum að til að hægt sé að opna dós án þess að eyðileggja allt sem þetta kemur nálægt er að opna dósina undir vatni....En þetta er minning og fyndin slík sem lifir með manni til enda ;-)


mbl.is Svíar fá að verka surströmming áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Tengdapabbi minn gaf mér surströmming annað sumarið sem heimsótti tengdafjölskilduna út(frúin er sænsk) en hann ætlaði eitthvað að stríða mér með þessu. Sagði að þetta væri ekta sænst og lostæti. Var hann að leita eftir svipnum þegar ég myndi borða þetta og var að vonast eftir kúgun af minni hálfu. Þetta lyktaði eins og versta klósett en ég leit lyktina ekki á mig fá og át þetta með bestu list, tendafjölskildu minni til mikillar undrunar og bað um meira þegar dósin kláraðist. Við þeirri beiðni varð ekki vegna undrunar hjá fólki konunnar.

Hann áttaði sig ekki á því hverning ég gat látið þetta ofaní mig fyrr en nokkrum árum seinna þegar hann kom í heimsókn og var yfir jól, áramót og byrjun á þorra. þetta er ekkert mikið verra en þorramaturinn í sjálfu sér að mínu mati

Brynjar Þór Guðmundsson, 9.4.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband