Vegagerðin ekki að standa sig eins og svo oft áður...

Var þarna í gærkveldi og keyri ég Holtavörðuheiðina 10 sinnum á viku, maður er vel vanur bæði þoku og allskonar skyggni þarna en ég hef ekki þurft að hægja á mér niðrí 50 - 60 km hraða þarna vegna skyggnis í marga mánuði....Þetta er alveg hreint með ólíkindum að það skuli ekki vera málaðar línur á þetta eins fljótt og hægt er eftir að búið er að leggja yfir vegin, ef það hefði verið gert að þá hefði ekki verið neitt vandamál að keyra þarna, ég mætti þarna jeppa með hjólhýsi sem hafði ekki hugmynd um hvar á veginum hann var og kom hann vel inná mínum vegarhelmingi þegar ég sá hann...ég lenti utanvið bundna slitlagið við það að víkja svo að helvítið myndi ekki keyra á mig og rétt oltinn útaf, þetta var BARA útaf línuleysi á þjóðveginum.

Tekið skal fram að ég er flutningabílstjóri og keyri 150.000 - 200.000 kílómetra á ári og upplifi því ýmislegt á þessum blessuðu skóreimum sem kallaðar eru vegir hér á landi.

Vegagerðin er versti óvinur þeirra sem keyra um vegina í raun og veru, því ég hef aldrei vitaða aðra eins hræsni hjá einum aðila að segjast vera vinna í því að auka öryggi fólks á þjóðvegum með hinum og þessum varúðar ráðstöfunum og leyfa svo lausagöngu búfjár allsstaðar í kringum þessa vegi með því að segja leyfa meina ég einfaldlega vegna þess að það ætti að girða meðfram vegunum á þessum stöðum þar sem lausagangan er vandamál eins og t.d. á Holtavörðuheiðinni.

En tillaga mín til að leysa þetta vandamál að einhverju leiti er sú að gera eiganda dýrsins algjörlega ábyrgann fyrir þeim tjónum sem það veldur við það að ekið sé á það, þetta myndi að öllum líkindum gera það að verkum að þessir viðkomandi eigendur myndu aðeins hugsa sinn gang og reyna að halda þessum skepnum innan girðingar í staðinn fyrir að lenda í því að vera ábyrgir fyrir tjónum sem gætu numið milljónum og jafnvel óbætanlegum missi þar sem mætti rekja dauðsfall til lausagöngunnar.

Vissulega er ég kominn örlítið útfyrir upphaflegt umræðuefni þó svo að það tengist að einhverju leiti.

En ég hef MJÖG ákveðnar skoðanir á Vegagerðinni og þeirri heimsku sem á sér stað innan þeirrar stofnunar sökum kunnáttuleysis og vanþekkingar stjórnenda sem hreinlega hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að sýsla. Því miður er sama vandamál þarna eins og á svo mörgum öðrum stöðum í atvinnulífinu að stjórnendur eru svo fjarlægir raunverulegri tengingu við það sem þeir eru að vinna við og stjórna að það ætti að annað hvort reka þessa aðila úr starfi sökum vanþekkingar eðe hreinlega skipa þessum aðilum til að skoða vegakerfið með augum FAGFÓLKS. Tökum sem dæmi hvað mig varðar og flestra atvinnubílstjóra sem keyra langar leiðir og það jafnvel daglega að maður þekkir vegina algjörlega og veit hvar eru hættur og skemmdir sem Jón Jónsson hefur ekki hugmynd um og geta jafnvel valdið slysum eða einhverju enn verra.

Mér fyndist sem dæmi ekki vitlaust að skipa þessum stjórnendum að fara með í flutningabíl sem farþegi til að sitja hærra og sjá vegina betur og þá fá þetta svart á hvítu hvað það er sem þeir eru að bjóða landanum uppá í staðinn fyrir að þessir þorskhausar sitji í sínum vel upplýstu skrifstofum og henda peningum okkar í hina og þessa vitleysu sem oft á tíðum stjórnast af eiginhagsmunasemi og eigin hentusemi.

Það þarf að taka á þessari spillingu sem er ALLSTAÐAR í þjóðfélaginu og ég verð sannfærðari með hverjum deginum að sú spilling er VERST í öllum ríkisrekstri og stjórnendum þeirra sökum þess að það er ENDALUST vinapot í gangi þarna.

Jæja læt þetta duga.....ágætt að pústa aðeins og koma frá sér sínum skoðunum :)


mbl.is Varasamir vegarkaflar á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband